00/00

Um áhættumat.

Í Áhættumati Hjartaverndar eru gerðar mælingar á helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma og gert er heildstætt mat á því hverjar líkurnar séu á því að fá hjartasjúkdóm síðar á lífsleiðinni.

Hafa samband

Kerfisbundið val mælinga

Val á mælingum hefur verið aðlagað að nýrri þekkingu á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma og sykursýki og áhersla lögð á markvissa greiningu. Matið er kerfisbundið fyrir hvern einstakling. Mögulegt er að gera frekari rannsóknir svo sem áreynsluþolpróf og ómun hálsæða eftir ákveðnum vinnureglum ef ábending er fyrir hendi og er greitt sérstaklega fyrir það. Áhættureiknivél Hjartaverndar er notuð við þetta mat.

Tölvusneiðmyndtæki stjórnborð

Hvað er gert?.

Ráðgjöf er markviss og einstaklingsmiðuð. Boðið er upp á meðferð áhættuþátta ef við á og tryggt að rannsóknarniðurstöðum verði fylgt eftir.

Viljum benda á að bið er á milli heimsókna, gott að athuga hver biðin er þegar tími er pantaður.

Tilgangur áhættumats
1. Að greina áhættuþætti og meta áhættu á einstaklingsgrunni.
2. Að greina sjúklinga með áður óþekktan kransæðasjúkdóm.
3. Að veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf um lífsstílsbreytingar.
4. Að hefja meðferð við áhættuþáttum ef við á.
5. Að beina þeim sem þarfnast frekari sérfræðimeðferðar í réttan farveg.

Fyrsta heimsókn: Grunnskoðun, tekur um það bil 20 mínútur. Skjólstæðingur mætir fastandi á mat og drykk. Farið verður yfir staðlaðan spurningalista. Hjúkrunarfræðingur dregur blóð til mælinga á kólesteróli, HDL góða kólesterólið og þríglyceriða brennslufitu, blóðsykri, blóðhag, söltum og kreatinin. Blóðþrýstingur er mældur, sem og hæð, þyngd og fituhlutfall líkamans og hjartalínurit tekið. Niðurstöður mælinga liggja fyrir þegar skjólstæðingur kemur í læknisskoðun í heimsókn 2.

Nánari fróðleik um blóðmælingar má fá með því að smella hér.

Önnur heimsókn: Áhættumat, tekur um það bil 20 mínútur. Viðtal við lækni sem skráir sjúkrasögu og áhættuþætti og spyr nánar út í sjúkdómseinkenni séu þau til staðar. Hann fer yfir niðurstöður mælinga og notar áhættureikni Hjartaverndar til þess að reikna líkur á kransæðasjúkdómi. Þörfin á frekari rannsóknum er metin og valmöguleikar ræddir við skjólstæðing. Meðferð er hafin ef niðurstöður mælinga gefa tilefni til.

 

Tölvusneiðmyndtæki í notkun

Frekari rannsóknir

Þegar niðurstöður áhættumats liggja fyrir er ákveðið í samráði við lækni hvort þörf er á frekari rannsóknum.

Dæmi um frekari rannsóknir:

  • Áreynslupróf á þrekhjóli með hjartalínuriti. Áreynsluprófið er framkvæmt af lækni og hjúkrunarfræðingi til þess að greina hugsanlegan kransæðasjúkdóm.
  • Hálsæðaómun greinir hvort æðaskellur hafi myndast, sem getur verið vísbending um að viðkomandi hafi æðakölkun.
  • Frekari myndgreiningarrannsóknir á kransæðum.

 

Grundvöllur frekari rannsókna

Með samnýtingu ofangreindra þátta myndast grundvöllur til að meta hvort ástæða er til enn frekari rannsókna. Fyrir áreynslupróf, hálsæðaómun, myndgreiningarannsóknir og aðrar rannsóknir sem til greina koma í framhaldi af áhættumati þarf að greiða fyrir sérstaklega samkvæmt gjaldskrá.

Viðbótar skimunarrannsóknir.

Áhættumatið er byggt á reiknilíkani sem Hjartavernd hefur þróað. Ekki eru til betri aðferðir til að spá fyrir um kransæðasjúkdóm til framtíðar. Hinsvegar er möguleiki að skima fyrir því hvort hjarta-og æðasjúkdómur sé nú þegar til staðar. Til þess er hægt að nota tvö próf  sem eru áreynslupróf og/eða hálsæðaómskoðun. Líkur á því að sjúkdómur greinist aukast auðvitað með aldri og eru líkurnar minni í ungu fólki. Einnig er hægt að panta beinþéttnimælingu og það þarf ekki beiðni frá lækni í þessar rannsóknir.

Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1 2. hæð, 201 Kópavogur, Ísland

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 2. hæð, 201 Kópavogur, Ísland
Sími: 535-1800
Opnunartími í dag: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu