Þjónusta

Hjartavernd/Hjartarannsókn býr að yfir 50 ára reynslu af rannsóknum á sviði hjarta- og æðasjúdóma með það að markmiði að draga úr tíðni þeirra og stuðla að forvörnum með áhættumati og fræðslu fyrir almenning. Í áranna rás hefur áhættumatið þróast og í dag leggur Hjartarannsókn áherslu á ítarlegt áhættumat byggt á vísindalegum grunni, framkvæmt af læknum þar sem fylgt er alþjóðlega viðurkenndum stöðlum, blóðmælingar eru gerðar á gæðavottaðri rannsóknarstofu, matið er faglegt, kerfisbundið og allir fá skoðun og viðtal við lækni.

Áhættumat

Áhættumat Hjartaverndar er kerfisbundið fyrir hvern einstakling. Mögulegt er að gera frekari rannsóknir svo sem áreynsluþolpróf og ómun hálsæða eftir ákveðnum vinnureglum ef ábending er fyrir hendi en greiða þarf sérstaklega fyrir það.

Gjafabréf

Hægt er að kaupa gjafabréf í áhættumat Hjartarannsóknar og senda vinum og ættingjum að gjöf. Innifalið í áhættumati eru tvær skoðanir;

Fyrst grunnskoðun þar sem meðal annars er dregið blóð til mælingar á helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma.  Seinni skoðunin felur í sér ítarlegt viðtal við lækni þar sem farið er yfir niðurstöður og farið yfir sjúkrasögu og áhættuþætti. Þörf á frekari rannsóknum er metin og meðferð er hafin ef niðurstöður mælinga gefa tilefni til þess.

Þeir sem vilja kaupa gjafabréf Hjartarannsóknar skulu snúa sér til afgreiðslu Hjartaverndar, Holtasmára 1, Kópavogi eða hringja í síma 535 1800.

Læknir les röntgen mynd af spjaldtölvu

Fyrirtækjaþjónusta.

Fyrirtæki geta pantað áhættumat fyrir sitt starfsfólk.

Þegar pantað er áhættumat fyrir stóran hóp þá stendur til boða fyrirlestur um hjarta- og æðasjúkdóma, áhættuþætti og mataræði, hreyfingu og lífsstíl. Þjónustan hefur mælst vel fyrir og hægt er að fá upplýsingar og leita tilboða á info@hjarta.is eða í síma 535 1800.

Fyrirtækjaheimsóknir

Hjartarannsókn býður fyrirtækjum og hópum að starfsmenn Hjartarannsóknar haldi fyrirlestur um eðli hjartasjúkdóma, áhættuþætti þeirra og greiningu þegar pantað er í Áhættumat fyrir stóra hópa. Á fyrirlestrinum er einnig fjallað um þá þætti sem hver og einn getur haft áhrif á í sínu lífi og skipta miklu máli í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma, eins og mataræði, hreyfingu og lífsstíl.

Lágmarksfjöldi er  40 manns og getur fyrirlesturinn verið haldinn hvort sem er á viðkomandi vinnustað eða í húsnæði Hjartaverndar að Holtasmára 1, Kópavogi.  Pantanir skulu sendar á info@hjarta.is eða í síma 535-1800.

Áhættumat HjartaverndarTímapantanir

  • Fyrri heimsókn tekur um 30 mínútur
  • Skoðun greiðist við komu.
  • Mæting í móttöku á 2. hæð. (Gengið inn frá bílastæði)
  • Verið fastandi bæði á mat og drykk ( þ.m.t. vatn) 10 tímum fyrir rannsókn.
  • Taka má morgunlyf með vatnssopa.
Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1 2. hæð, 201 Kópavogur, Ísland

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 2. hæð, 201 Kópavogur, Ísland
Sími: 535-1800
Opnunartími í dag: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu