Hópar og fyrirtæki – Í baráttunni við hjartasjúkdóma.
5. March 2019Hjartarannsókn býður fyrirækjum og hópum að sérfræðingar Hjartarannsóknar haldi fyrirlestur um eðli hjartasjúkdóma, áhættuþætti þeirra og greiningu.
Hjartarannsókn býður fyrirækjum og hópum að sérfræðingar Hjartarannsóknar haldi fyrirlestur um eðli hjartasjúkdóma, áhættuþætti þeirra og greiningu. Á fyrirlestrinum er einnig fjallað um þá þætti sem hver og einn getur haft áhrif á í sínu lífi og skipta svo miklu máli í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma, eins og mataræði, hreyfingu og lífsstíl.
Ekkert gjald er fyrir fyrirlesturinn. Lágmarksfjöldi er 40 manns og getur fyrirlesturinn verið haldinn hvort sem er á viðkomandi vinnustað eða í húsnæði Hjartaverndar að Holtasmára 1, Kópavogi. Pantanir skulu sendar á afgreidsla@hjarta.is eða í síma 535 1800.