Viðbótar skimunarrannsóknir.
21. September 2022Áhættumatið er byggt á reiknilíkani sem Hjartavernd hefur þróað. Ekki eru til betri aðferðir til að spá fyrir um kransæðasjúkdóm til framtíðar. Hinsvegar er möguleiki að skima fyrir því hvort hjarta- og æðasjúkdómur sé nú þegar til staðar. Til þess er hægt að nota tvö próf sem eru áreynslupróf og/eða hálsæðaómskoðun. Líkur á því að sjúkdómur greinist aukast auðvitað með aldri og eru líkurnar minni í ungu fólki. Einnig er hægt að panta beinþéttnimælingu og þarf ekki beiðni frá lækni í þessar rannsóknir.
Allar rannsóknir eru framkvæmdar í húsnæði okkar að Holtasmára 1. Verð grundvallast af raunkosntaði, án þáttöku hins opinbera. Sjá meðfylgjandi upplýsingar um mismundandi rannsóknarpakka sem fyrirtæki og einstaklingar geta valið um.
Boðið er upp á eftirfarandi pakka:
- Áhættumat og þolpróf með hjúkrunarfræðingi
- Áhættumat, þolpróf með lækni og hálsæðaómun
- Áhættumat, þolpróf með lækni, hálsæðaómun og beinþéttnimæling
Hægt að sjá verð hér
Fyrirtæki og einstaklingar geta pantað í ítarlegra áhættumat með því að senda tölvupóst á afgreidsla@hjarta.is eða í síma 535 1800.
Sjá meiri upplýsingar hér