Á þriðja þúsund manns koma árlega í áhættumat.
5. March 2019Árið 2005 komu á þriðja þúsund einstaklingar í áhættumat Hjartarannsóknar.
Árið 2005 komu á þriðja þúsund einstaklingar í áhættumat Hjartarannsóknar. Fólkið sem kom var á öllum aldri en meðalaldur þeirra var um fimmtíu ár. Bæði karlar og konur. Þeir sem komu voru að meðaltali með hærri áhættu en jafnaldrar borið saman við gögn Hjartaverndar. Möguleg skýring gæti verið að þeir sem fara í áhættumat hafa oft ættarsögu um hjarta- og æðasjúkdóma. Ættarsaga er þekktur áhættuþáttur en aðra áhættuþætti þarf líka að taka með í myndina og hafa í huga að líkur á að fá hjarta- og æðasjúkdóma er einstaklingsbundnar.