Starfsmenn Hjartarannsóknar eru læknar og hjúkrunarfræðingar með reynslu í greiningu og meðferð hjarta- og æðasjúkdóma.
Tilgangurinn með stofnun Hjartarannsóknar ehf. var fyrst og fremst að efla enn frekar forvarnir á sviði hjarta- og æðasjúkdóma.
Við erum til húsa að Holtasmára 1, 2. hæð, 201 Kópavogur, Ísland
Skiptiborð: 535-1800 / Fax: 535-1801
Hjartavernd hefur staðið fyrir opnu áhættumati fyrir almenning í nærri fjóra áratugi. Í áhættumatinu geta einstaklingar fengið mælingar á helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma og heildstætt mat á því hverjar líkurnar séu á því að fá hjartasjúkdóm síðar á lífsleiðinni.
Matið hefur tekið breytingum í áranna rás eftir því sem þekkingu á hjartasjúkdómum hefur fleygt fram. Áhættumatið grundvallast á þessum hefðbundnu áhættuþáttum: reykingum, háum blóðþrýstingi, háum blóðfitum, ættarsögu, offitu, sykursýki og hreyfingarleysi.
Rannsóknir Hjartaverndar hafa sérstaklega skoðað þýðingu þessarra áhættuþátta í Íslendingum og innbyrðis vægi þeirra. Rannsóknir þessar hafa verið notaðar til að útbúa reiknilíkan eða áhættureiknivél sem metur áhættu hvers og eins.
Nafn | Staða | Netfang | Símanúmer |
---|---|---|---|
Anita Pálsdóttir | Móttökuritari | anita@hjarta.is | 535-1800 |
Bolli Þórsson | Yfirlæknir Hjartarannsóknar og sérfr í innkirtla-og efnaskiptasj | afgreidsla@hjarta.is | 535-1800 |
Hjálmfríður Nikulásdóttir | Hjúkrunarfræðingur | frida@hjarta.is | 535-1852 |
Jóhanna Eyrún Sverrisdóttir | Yfirhjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri | johanna@hjarta.is | 535-1841 |
Lilja Jóhannesdóttir | Ritari | lilja@hjarta.is | 535-1800 |
Steinar Guðmundsson | Hjartalæknir | 535-1800 |