Þjónusta

Hjartavernd/Hjartarannsókn býr að yfir 50 ára reynslu af rannsóknum á sviði hjarta- og æðasjúdóma með það að markmiði að draga úr tíðni þeirra og stuðla að forvörnum með áhættumati og fræðslu fyrir almenning. Í áranna rás hefur áhættumatið þróast og í dag leggur Hjartarannsókn áherslu á ítarlegt áhættumat byggt á vísindalegum grunni, framkvæmt af læknum þar sem fylgt er alþjóðlega viðurkenndum stöðlum, blóðmælingar eru gerðar á gæðavottaðri rannsóknarstofu, matið er faglegt, kerfisbundið og allir fá skoðun og viðtal við lækni.

Áhættumat

Áhættumat Hjartaverndar er kerfisbundið fyrir hvern einstakling. Mögulegt er að gera frekari rannsóknir svo sem áreynsluþolpróf og ómun hálsæða eftir ákveðnum vinnureglum ef ábending er fyrir hendi en greiða þarf sérstaklega fyrir það.

Gjafabréf

Hægt er að kaupa gjafabréf í áhættumat Hjartarannsóknar og senda vinum og ættingjum að gjöf. Innifalið í áhættumati eru tvær skoðanir;

Fyrst grunnskoðun þar sem meðal annars er dregið blóð til mælingar á helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma.  Seinni skoðunin felur í sér ítarlegt viðtal við lækni þar sem farið er yfir niðurstöður og farið yfir sjúkrasögu og áhættuþætti. Þörf á frekari rannsóknum er metin og meðferð er hafin ef niðurstöður mælinga gefa tilefni til þess.

Þeir sem vilja kaupa gjafabréf Hjartarannsóknar skulu snúa sér til afgreiðslu Hjartaverndar, Holtasmára 1, Kópavogi eða hringja í síma 535 1800.

Læknir les röntgen mynd af spjaldtölvu

Viðbótar skimunarrannsóknir.

Áhættumatið er byggt á reiknilíkani sem Hjartavernd hefur þróað. Ekki eru til betri aðferðir til að spá fyrir um kransæðasjúkdóm til framtíðar. Hinsvegar er möguleiki að skima fyrir því hvort hjarta- og æðasjúkdómur sé nú þegar til staðar. Til þess er hægt að nota tvö próf  sem eru áreynslupróf og/eða hálsæðaómskoðun. Líkur á því að sjúkdómur greinist aukast auðvitað með aldri og eru líkurnar minni í ungu fólki. Einnig er hægt að panta beinþéttnimælingu og þarf ekki beiðni frá lækni í þessar rannsóknir.

Áreynslupróf fer þannig fram að viðkomandi hjólar á þrekhjóli með stighækkandi álagi tengdur við hjartarit. Læknir eða hjúkrunarfræðingur fylgist með hjartaritinu og blóðþrýstingi. Ef breyting verður á hjartaritinu eða aðrar niðurstöður óeðlilegar kallar það oft á frekari greiningu og/eða lyfjameðferð. Læknir gerir áætlun um það fyrir hvern einstakling.

Ómskoðun af slagæðum í hálsi er notuð til að meta ástand æðakerfisins. Sé æðakölkun í hálsæðum gefur það vísbendingar um æðakölkun annarstaðar í líkamanum svo sem í kransæðum hjartans. Ef æðakölkun greinist getur það kallað á frekari rannsóknir eða meðferð.

Beinþéttnimæling með tvíorku beinþéttnimæli. Beinþéttnimæling er gerð til að meta áhættu á beinbrotum vegna beinþynningar. Beinþéttnimælingar ætti að gera hjá öllum konum fimmtíu ára og eldri. Eins á öllum körlum og konum með ættarsögu um beinþynningu. Beinþéttnin er mæld á staðlaðan hátt í hryggsúlu og í báðum mjöðmum. Ef beinþéttni í hrygg reynist undir eðlilegum mörkum eða ef einstaklingurinn hefur náð 65 ára aldri er einnig tekin mynd af allri hryggsúlu til að meta möguleg samfallsbrot í liðbolum.

 

Allar rannsóknir eru framkvæmdar í húsnæði okkar að Holtasmára 1. Verð grundvallast af raunkostnaði, án þáttöku hins opinbera. Sjá meðfylgjandi upplýsingar um mismunandi rannsóknarpakka sem fyrirtæki og einstaklingar geta valið um.

Boðið er upp á eftirfarandi pakka:

  • Áhættumat og þolpróf, kostnaður við þá rannsókn er 39.780.- kr.
  • Áhættumat, þolpróf og hálsæðaómun,  kostnaður við þá rannsókn er 77.400.- kr.
  • Áhættumat, þolpróf, hálsæðaómun og beinþéttnimæling, kostnaður við þá rannsókn er 88.900.- kr.

Fyrirtæki og einstaklingar geta pantað í ítarlegra áhættumat með því að senda tölvupóst á afgreidsla@hjarta.is eða í síma 535 1800.

 

Áhættumat HjartaverndarTímapantanir

  • Fyrri heimsókn tekur um 30 mínútur
  • Skoðun greiðist við komu.
  • Mæting í móttöku á 2. hæð. (Gengið inn frá bílastæði)
  • Verið fastandi bæði á mat og drykk ( þ.m.t. vatn) 10 tímum fyrir rannsókn.
  • Taka má morgunlyf með vatnssopa.
Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1 2. hæð, 201 Kópavogur, Ísland

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 2. hæð, 201 Kópavogur, Ísland
Sími: 535-1800
Opnunartímar: Mán - Fös: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu