Kólesteról.
5. March 2019Bæklingur þessi er annar í röð bæklinga Hjartaverndar sem fjalla um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Að þessu sinni er fjallað um áhrif hækkaðrar blóðfitu öðru nafni kólesteról. Hækkað kólesteról er einn af þremur stóru áhættuþáttum hérlendis fyrir kransæðasjúkdómum. Hinir eru reykingar og hár blóðþrýstingur. Fleiri þættir koma til eins og sykursýki, kyrrseta, offita, streita og erfðir. Erfðir eru stór þáttur í myndun hækkaðs kólesteróls.