Hvernig fer áhættumatið fram?.

5. March 2019

Pantaðu tíma í s. 535 1800 eða á netfangið tímabókanir@hjarta.is.

Í fyrstu heimsókn eru gerðar grunnmælingar. Mældur er blóðþrýstingur, hæð, þyngd og fituhlutfall mælt, tekið hjartalínurit og gerðar blóðrannsóknir. Þá svarar fólk spurningarlista um heilsufar og ættarsögu. Niðurstöður mælinganna liggja fyrir þegar einstaklingurinn kemur í síðari skoðun og viðtal hjá lækni. Í því viðtali er meðal annars áhættureiknivélin notuð til að finna út líkurnar á því að viðkomandi fái hjartasjúkdóm á næstu 10 árum. Þetta viðtal er einstaklingsmiðað og ráðgjöfin miðar að því að bæta horfur hvers og eins. Ef í ljós koma merki um hjartasjúkdóm eða aðra kvilla er viðkomandi vísað áfram í viðeigandi rannsóknir eða meðferð.