Kransæðasjúkdómur – Verkur.

5. March 2019

Algengasta einkenni kransæðasjúkdóms er verkur sem kemur við áreynslu en hverfur í hvíld.

Algengasta einkenni kransæðasjúkdóms er verkur sem kemur við áreynslu en hverfur í hvíld. Þetta getur verið meira eins og ónot eða seiðingur, jafnvel mæði. Stundum leiðir verkurinn upp í háls, kjálka eða handlegg, en það er alls ekki alltaf þannig og mjög misjafnt milli einstaklinga hvernig þeir upplifa hjartaverk. Verkurinn líður oftast fljótt hjá í hvíld eða við það að taka sprengitöflu (nitroglycerine). Ef verkur kemur í hvíld, að næturlagi eða kemur fljótt aftur eftir að hann hverfur er talað um hvikulan hjartaverk og er þá undir öllum kringumstæðum ástæða til að fara beint á bráðamóttöku enda getur verið um kransæðastíflu að ræða sem er lífshættulegt ástand.