Hvað getur fólk gert til að minnka líkurnar á hjartasjúkdómi?.

5. March 2019

Áhættuþáttum má skipta í tvennt:

  • Áhættuþættir sem við getum breytt.
  • Áhættuþættir sem við getum ekki breytt.

Dæmi um áhættuþætti sem við getum haft áhrif á til að minnka líkur á hjartasjúkdómi fela mögulega í sér breytingar á lífstíl fólks. Dæmi um það eru reykingar, fituhlutfall og hreyfing.

Dæmi um áhættuþætti sem við getum ekki breytt eru erfðir, kyn og aldur. Hjarta- og æðasjúkdómar liggja í ættum og einnig aukast líkurnar á að við fáum hjarta- og æðsjúkdóma með auknum aldri. Áhætta karlar á að fá hjarta- og æðasjúkdóma eykst að jafnaði 10 árum fyrr en hjá konum.